Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Fjallabyggð og efnir til glæsilegrar vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 18. maí kl. 12-16 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

Þar verður hægt að gera óvæntar uppgötvanir og frábærar tilraunir og stunda alls kyns mælingar og pælingar með áhöfn lestarinnar.

– Frábærar tilraunir
– Dularfullar efnablöndur með Sprengju-Kötu
– Óvæntar uppgötvanir
– Undraheimar Japans
– Þrautir og áskoranir
– Stjörnur og sólir með Sævari Helga
– Leikur með ljós og hljóð
– Rafrásir og lóðun
– Vindmyllur og vængir
– Og fjölmargt annað

Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir!

 

Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Haldnar eru vísindaveislur fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, mælingum og pælingum, og frábærum efnafræðitilraunum. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook http://haskolalestin.hi.is/