Þessi dásamlega mynd sýnir nokkur knippi af Von Kármán hvirflum í skýjafari á Kanaríeyjum þann 12. júní, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á facebooksíðu sinni.
Vindur var norðaustanstæður og há fjöllin móta hvirflana. Líkir þessum hvirflum sjást oft suður af Jan Mayen í N-átt.
Von Kármán var ungverskur eðlisfræðingur sem hvirflarnir eru kenndir við.
Um straumfræðilega eiginleika þeirra má lesa t.d: HÉR