Á 1184. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var samþykkt úthlutun styrkja úr Húnasjóði árið 2023. Alls bárust 16 umsóknir og aðeins ein sem ekki uppfyllti skilyrði. Samþykkti ráðið að veita 15 umsækjendum styrki að upphæð 65 þús. hverjum.
Eftirtaldir hlutu styrki:
Anna Berner, B.Ed. í leikskólafræðum.
Dagrún Sól Barkardóttir, B.Ed. í kennarafræði.
Ellý Rut Halldórsdóttir, B.Ed. í kennararfræði.
Eva Dögg Pálsdóttir, BS í reiðmennsku og reiðkennslu.
Hannes Þór Pétursson, kjötiðn.
Karen Ásta Guðmundsdóttir, BA í sálfræði.
Karítas Aradóttir, BS í viðskiptafræði.
Kristín Ólafsdóttir, BA í miðlun og almannatengslum.
Mara Birna Jóhannsdóttir , BA í skapandi tónlistarmiðlun.
Matthildur Hjálmarsdóttir, rennismíði.
Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir, BA í lögfræði.
Stella Dröfn Bjarnadóttir, BS í búvísindum.
Telma Rún Magnúsdóttir, BS í lyfjafræði.
Tómas Bergsteinn Arnarsson, BS Í landfræði.
Viktor Ingi Jónsson, B.Ed. í kennarafræði.
Styrkþegum er óskað innilega til hamingju með áfangann og styrkinn.
Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Húnaþing vestra auglýsir á hverju ári eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum sem er veittur síðsumars ár hvert og birtir auglýsingu þess efnis á heimasíðu Húnaþings vestra.