Á 59. fundi fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir: “Söfnunar- og útlánareglur Listasafns Fjallabyggðar”.

Lögð voru fyrir drög að söfnunar- og útlánareglum fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa er falið að halda áfram vinnu við gerð reglna í samræmi við umræðu fundarins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Í Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar sitja:
Ólafur Stefánsson formaður, D lista,
Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista,
Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista,
Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista,
Ægir Bergsson aðalmaður, I lista,
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.