Hlý sunnanátt á landinu í dag, fremur hvasst og rigning eða súld en að mestu þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Gul viðvörun vegna vinds tekur gildi á norðanverðu Snæfellsnesi eftir hádegi, þar er spáð stormi og vindhviðum staðbundið yfir 30 m/s.
Það er hlýtt víðast hvar á landinu í dag en á vef Veðurstofu Íslands má sjá að það mældist 16,7 stiga hiti á Siglufjarðarvegi í morgun.
Á morgun dregur úr vindi og léttir víða til, en vestanlands má búast við stöku skúrum. Heldur svalara veður. Síðdegis nálgast næsta lægð, það þykknar upp og fer að rigna annað kvöld með vaxandi austanátt.
Næstu daga er síðan búist við lægðagangi með tilheyrandi umhleypingum.
Mynd/skjáskot af vefsíðu Veðurstofunnar