Í ár eru 20 ár liðin frá því að skólabörnum var fyrst boðið í siglingar með Húna II. Af því tilefni færði Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrar, Húnamönnum köku til að fagna tímamótunum.
Markmið siglinganna hefur frá upphafi verið að gefa börnum skemmtilega og fræðandi upplifun á sjó, og hafa ófáir nemendur notið góðs af þessu framtaki í gegnum tíðina.
Aðstandendum verkefnisins eru færðar þakkir fyrir það mikilvæga starf sem unnið hefur verið síðustu tvo áratugi.


Myndir/Akureyrarbær