Eitt af glæsilegustu húsum á Siglufirði, Suðurgata 54 er komið á sölu.

Hjónin Helga Sigurbjörnsdóttir og Guðni Sveinsson sem búið hafa undanfarin 39 ár í húsinu hafa ákveðið að minnka við sig og settu þessa fallegu eign á sölu.

Vilhjálmur Hjartarson byggði húsið árið 1940 er hann var skrifstofustjóri Síldarbræðslunnar Rauðku á Siglufirði og seldi hann þeim Helgu og Guðna húsið fyrir 39 árum. Þannig að það hafa einungis tvær fjölskyldur búið í húsinu undanfarin 81. ár.

Suðurgata 54 á Siglufirði er rúmgott og vel viðhaldið 5-6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum – stærð 216,8 m²
Möguleiki er að skipta eigninni upp í tvær íbúðir. 

Hvammur eignarmiðlun sér um söluna og hægt er að fá frekari upplýsingar og skoða fleiri myndir: HÉR

Myndir/Hvammur