Sveitarfélagið Húnaþing vestra fagnar 20 ára afmæli í ár og ætlar að halda uppá það dagana 23. ágúst til 26. ágúst n.k.

Íbúum sveitarfélagsins verður boðið uppá ýmsa sögu- og menningartengda viðburði með áherslu á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið.

Dagskrá:

Föstudagurinn 24. ágúst

kl. 17:00 Sýningar opna víðsvegar um sveitarfélagið (ljósmyndasýningar, myndlistarsýningar oþh)

kl. 21:00 Harmonikkuball í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka


Laugardagurinn 25. ágúst

kl. 11:00 Gærurnar opna nytjamarkaðinn og verður opið hjá þeim til kl. 15:00. Síðasta opnun sumarsins og miklir afslættir.

kl. 14:00 Kaffiboð í Félagsheimilinu Hvammstanga. Ávarp sveitarstjóra, tónlistarflutningur, afmælisterta og drykkir.

kl. 16:00 Kormákur/Hvöt – Geisli A. Fótboltaleikur í Kirkjuhvammi.

kl. 16:00 Dælismótið 2018. Hestamennska. Sex lið keppa um titilinn.

kl. 19:00 Heima. Tónleikar, ljóðalestur og fleira í heimahúsum á Hvammstanga og Laugarbakka.

kl. 21:00 Brekkustemmning í Kirkjuhvammi. Varðeldur, söngur, kakó, sykurpúðar og huggulegheit.


Sunnudagurinn 26. ágúst

kl. 09:00 Byggðasafnið opnar (rétt eins og alla aðra daga). Sýningin “Hvað á barnið að heita?”, hljóðsýningin “Segðu mér…”, kaffi og meðlæti

kl. 13:00 Markaðsdagur í Riishúsi á Borðeyri

kl. 14:00 Söguganga um Borðeyri

kl. 20:30 Bíósýning. Myndin Bændur og býli í V-Hún, sem tekin var upp á árunum 1953-1964, sýnd.

Tengill á viðburð

 

Frétt: hunathing.is