Þann 7. júní síðastliðinn varð Dalvíkurbyggð 20 ára en þann dag árið 1998 sameinuðust með formlegum hætti Dalvík, Árskógshreppur og Svarfaðardalshreppur.

Í tilefni afmælisins efndi Dalvíkurbyggð, fyrir tilstuðlan atvinnumála- og kynningarráðs, til samkeppni um 20 ára afmælismerki hins sameinaða sveitarfélags. Af innsendum tillögum varð tillaga frá Mjöll Magnúsdóttur hlutskörpust.

Í umsögn Mjallar um merkið segir:

Þríhyrningurinn táknar fjallahringinn og græna svæðið grænan dal. Sólin táknar að það sé bjart yfir byggðunum. Það liggur svo grænn dalur að sólarupprásinni og bak við hana fjall sem á að tákna Sólarfjallið sem stendur á milli byggðanna.

Við óskum Mjöll til hamingju með vinningsmerkið og þökkum um leið öðrum fyrir þátttökuna.

 

Frétt: Dalvíkurbyggð.is