-21,3°C VIÐ MÝVATN OG Í MÖÐRUDAL
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í færslu sinni á facebook fyrir skömmu.
“Já ansi mikið frost þar í nótt! Sérstaklega ef mið er tekið af því hve langt er liðið á vetur. Líklega er þetta landsdægurmet fyrir 14. apríl.
Sé í skrám Trausta Jónssonar að þennan dag mældist lægst -21°C í Setri sunnan Hofsjökuls 2008.13. apríl hins vegar er lægsti mældi hiti -23°C. Það var á Grímsstöðum á Fjöllu, svo langt aftur sem veturinn 1918″.
Mynd/af facebooksíðu Einars Sveinbjörnssonar