Alls eru 23 einstaklingar með Covid-19 í Fjallabyggð, eftir póstnúmerum eru 17 á Siglufirði, 3 í Ólafsfirði og 3 á Sauðanesi.
Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út eftirfarandi tilkynningu fyrir skömmu. “Eins og þið hafið almennt séð í fjölmiðlum þá er ekki að hægjast neitt á fjölda Covid smita á landsvísu, nálægt 10.000 manns í einagngrun þegar þetta er ritað og tæplega 8000 manns í sóttkví.
Á okkar svæði hafa almennt verið að greinast 30-40 smit á dag og áberandi var í gær sá fjöldi sem var að koma erlendis frá og reyndist smitaður.
Hvetjum við alla til að huga áfram vel að sínum smitvörnum og viljum þá sérstaklega hvetja alla sem eru með einhverskonar verslun, þjónustu og íþróttamannvirki að tryggja aðgang allra að sótthreinsandi vökva fyrir hendur við innganga á slíka staði og þá einnig víðar ef talin er þörf á.
Hér má sjá stöðuna í okkar umdæmi eins og hún var í morgun.”