“Þeir sem ekkert hafa komið nálægt starfsemi áhugaleikfélags kunna ef til vill að halda að það sé tiltölulega einfalt fyrirbæri. Hópur af fólki kemur saman og setur upp leiksýningu. En þegar betur er að gáð er slíkur félagsskapur þó mun margslungnari” segir Vibekka Arnardóttir.

Fyrir það fyrsta er uppsetning leiksýningar flókið og oft erfitt ferli þar sem að mörgu þarf að hyggja. Nú fer í hönd síðasta vika æfinga, en þetta er allt að smella.

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir (heimsfrumsýning) leikverkið Bjargráð sem er í  leikstjórn höfundar verksins Guðmundar Ólafssonar. Leikhópurinn er stór eða 24 manns á sviði og allir fá að blómstra og okkur til halds og traust í tónlistinni er hljómsveitin Ástarpungarnir. Þar að auki eru allmargir sem vinna bak við tjöldin. 

Leikverkið Bjargráð er gamanleikur með söngvum við lög Abba. 

Leikurinn gerist í litlu bæjarfélagi þar sem allt er í kaldakoli og allt útlit fyrir að það fari á hausinn. Fjárhagurinn í tómu tjóni og  íbúar ekki ánægðir með bæjarstjórnina.

Eitt af því sem gerir áhugaleikhús eins og Leikfélag Fjallabyggðar svo töfrandi er leikgleðin sem gjarnan ríkir bæði á æfingatímabilinu og einnig í salnum á sýningum. Hér eru ekki atvinnumenn að vinna vinnuna en ég er stolt af mínu fólki sem stendur sig með miklum sóma.

Miðapantanir í símum

Hanna Bryndís 616-1762

Vibekka 849-5384

Við hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu!

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vibekka tók á æfingu í gærkvöldi, það er ljóst að áhorfendur eiga von á góðri skemmtun.