„Mín helstu áherslu- og áhugamál eru samgöngur milli bæjarkjarnanna.“ Nanna telur að nauðsynlegt að bæta ferðatilhögun til að stuðla að meiri og betri samþættingu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Íbúar Fjallabyggðar og þá sérstaklega unga fólkið eiga skilið að geta sinnt áhugamálum og sótt þá þjónustu sem að í boði er óháð búsetu innan sveitarfélagsins. Atvinnumálin eru Nönnu einnig hugleikin en hún vill hlúa að þeim fyrirtækjum sem að til staðar eru og stuðla að nýjum tækifærum. Síðast en ekki síst vill hún að félagsmiðstöðinni Neon verði fundi varanlegur staður sem allra fyrst.

Nanna er fædd 2. júlí 1963 og er Ólafsfirðingur í húð og hár. Nanna rekur ættir sínar til Svarfaðardals, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Nanna er gift Sigurlaugi V. Ágústssyni og eiga þau Svanborgu Önnu 38 ára, Ágúst Kolbein 30 ára og Örnu Marín 26 ára, þau eiga einnig sjö barnabörn, hund og kött. Fyrir utan víðtæka starfsreynslu hefur Nanna sótt fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Í dag starfar hún í banka, en hefur einnig unnið við fiskverkun, veitingarstörf, verslunarstörf og við afgreiðslustörf hjá Pósti og Síma (síðar Íslandspósti).

Nanna hefur setið sem varamaður í bæjarstjórn síðastliðið kjörtímabil, aðalmaður í félagsmálanefnd, fræðslu- og frístundanefnd ásamt skipulags- og umhverfisnefnd. Hún er einnig í stjórn Hornbrekku.

Nanna er fótboltaunnandi og vonast til þess að uppáhaldsliðið hennar Liverpool vinni eins og hún á kosningadaginn.

 

 

Upplýsingar af: facebooksíðu Betri Fjallabyggðar