Þriðjudaginn 25. september voru 28 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Norðurlandi vestra. Sá sem hraðast ók var mældur á 168 km hraða en sektarupphæð fyrir þann hraða eru 240 þúsund krónur og svipting ökuréttinda í 3 mánuði.

Framundan er Laufskálarétt í Skagafirði og lögreglan mun vera með öflugt umferðareftirlit í umdæminu enda búist við mikilli umferð norður í land í tilefni hátíðarinnar.

Lögreglan á norðurlandi vestra hvetur ökumenn til að sýna aðgát í umferðinni og virða hraðatakmörk.

 

Frétt og mynd: Lögreglan á Norðurlandi vestra