Enn fjölgar nemendum í MTR.

Þann 13. janúar voru 494 nemendur skráðir í nám við Menntaskólann á Tröllaskaga, Það er um 30 nemendum fleira en við upphaf haustannar.

Það er samdóma álit kennara að nemendur hafi gengið rösklega til verks í upphafi annarinnar og skil á verkefnum í lok síðustu viku voru mjög góð.

Af nemendum skólans eru aðeins 72 staðnemar en 422 fjarnemar búa vítt um land og einhverjir í útlöndum.

Síðari helming haustannar var allt nám fjarnám en vorönnin hófst á staðnámi sem gengur vel.

Nemendur hafa verið duglegir að tileinka sér reglur um sóttvarnir og engin sérstök vandamál komið upp.