Klukkan 13:00 í dag fer í loftið alveg glænýr og spennandi þáttur á FM Trölla sem ber heitið Gleðibanki Helgu.

Gleðibankinn er jú kunnuglegt nafn á lagi, en það var fyrir bráðum 35 árum sem Ísland sendi það sem fyrsta framlag sitt til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision.

Síðan þá hefur mjög mikið vatn runnið til sjávar og óhætt er að segja að keppnin hefur breyst mikið á þessum tíma.

Helga Hinriksdóttir (í Gestaherberginu á FM Trölla) ætlar að vera með nokkra þætti á TM Trölla og trolli.is þar sem hún rifjar upp allt það skemmtilegasta sem komið hefur fram í keppninni, og af nógu er að taka.

Þættirnir verða þematengdir og þema fyrsta þáttarins er “uppáhalds lögin mín”, hennar Helgu sem sagt.

Þættirnir verða svo á föstudögum frá klukkan 13:00 til 15:00 fram að keppninni sem verður í Hollandi þann 22. maí næstkomandi.