Lögreglan á Norðurlandi eystra birti fyrir skömmu póstnúmeratöfluna í umdæminu.

117 manns eru með Covid-19 á Norðurlandi eystra, þar af 5 á Siglufirði og 1 í Ólafsfirði, alls 279 eru í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Eins og öllum er ljóst þá hefur Covid stungið niður fæti með hastarlegum hætti þessa dagana. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur alla til að gæta sín í samskiptum, forðast hópamyndanir og fylgja þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi.

Þá eru þeir sem eru að veita einhverskonar þjónustu hvattir til að vera með spritt og grímur eftir atvikum í boði eins og kostur er.

Svona var staðan í okkar umdæmi nú í morgunsárið og gera má ráð fyrir að fjöldi smita haldi áfram að hækka næstu daga.