Á covid.is má sjá yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví á Norðurlandi eystra í dag fimmtudaginn 13. ágúst.

50 einstaklingar eru í sóttkví og 4 í einangrun.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið að heimsækja verslanir og þjónustufyrirtæki til að fylgja því eftir að 100 manna hámarkið og 2ja metra reglan sé virt.

Þetta hefur verið í flestum tilvikum í góðu lagi þótt sums staðar hafi þurft að bæta úr. Biðja þeir fólk að sýna ábyrga hegðun, passa sig og sýna fólkinu í kring þá kurteisi að virða 2ja metra regluna. Einnig að muna eftir persónulegu vörnunum, handþvotti og sprittun.