Sjötta rússneska kvikmyndavikan á Íslandi er haldin dagana 13.–25. september 2018. Að henni standa Kvikmyndaframleiðslumiðstöðin NORFEST og sendiráð Rússlands á Íslandi, eins og hefð hefur skapast fyrir. Að þessu sinni er kvikmyndavikan tileinkuð því að Rússland og Ísland fagna því saman að 75 ár eru liðin frá því að stofnað var til stjórnmálasambands milli ríkjanna. Á dagskrá eru sjö kvikmyndir sem eru verk framúrskarandi meistara sovéskrar og rússneskrar kvikmyndagerðar frá mismunandi söguskeiðum. Allar kvikmyndirnar hafa unnið til æðstu verðlauna á ýmsum rússneskum og alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Kvikmyndahátíðin hefst í Reykjavík og því næst verður farið af stað með bíólest sem hefur viðkomu á Höfn í Hornafirði, Eskifirði, Egilsstöðum, Siglufirði og Sauðárkróki.

Tvær myndir verða sýndar í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins, föstudaginn 21. september kl. 20:00.

Sýningin hefst á 70 ára gamalli heimildamynd, sem fannst á Ríkisþjóðskjalasafni kvikmynda og ljósmynda í Rússlandi. SÍLDVEIÐI VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR er aðeins 19 mín. löng – en þó gerist svo margt á tjaldinu. Frásagnartextinn í myndinni hefur verið þýddur á íslensku.

Því næst verður kvikmyndin NETIÐ sýnd. Hún er tekin upp í fiskiþorpi við Hvítahafsstrendur og sýnir íbúa Norður-Rússlands í heimspekilegri dæmisögu um ást. Ungur maður kemur í þorp við Hvítahafið í leit að stúlku sem flýði borgina án þess að kveðja. Einn íbúa þorpsins, gamall karl, vísar honum veginn. Hvorki ungi maðurinn né sá gamli geta ímyndað sér hvaða þrautir bíða á leið þeirra – en þó einkum þegar henni er lokið.

 

 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur!

 

Frétt og mynd: aðsent