Það var líflegt í Menntaskólanum á Tröllaskaga þegar fréttaritari Trölla átti þangað erindi í dag um hádegi.

Í nýbyggingu skólans er komið bjart og rúmgott rými þar sem nemendur og kennarar snæða hádegisverð alla virka daga. Um mötuneytið sér Kaffi Klara í Ólafsfirði og hefur gert frá því farið var að bjóða upp á mat í skólanum í fyrrahaust.

Ida Semey sem á rekur Kaffi Klöru ásamt fjölskyldu sinni bíður upp á hollan og góðan mat sem samanstendur af súpu, brauði, salatbar, heitum rétt og kaffi. Einnig er boðið upp samlokur og langlokur aukalega.

Frá mötuneyti MTR

Það sem almennt er ekki vitað er að mötuneytið er opið almenningi og það geta allir komið og fengið sér að borða í skólanum á milli 11.30 – 12.30. Máltíðin kostar 1.500 kr.

 

Ida Semey og Helga Björg Guðmundsdóttir standa vaktina í hádeginu. Helga Björg er fastur starfsmaður í mötuneytinu.

 

.

 

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir