Þriðjudaginn 21. október kl. 14:00 verða Píeta samtökin með opin fræðslufund í Húsi Frítímans á Sauðárkróki, í efri sal hússins.
Á fundinum munu fulltrúar frá samtökunum kynna starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta, auk þess að svara spurningum úr sal.
Fundurinn er opinn öllum sem láta sig málefnið varða, og er fólk hvatt til að mæta og kynna sér mikilvægt starf samtakanna í þágu forvarna og stuðnings við einstaklinga í vanda.




