WhatSUP Iceland er vettvangur skapaður til að skoða Ísland á SUP brettunum, hvetja fólk til að koma og róa með hópnum og bæði sjá og sýna frá fallegum náttúruperlum frá nýju og þrælskemmtilegu sjónarhorni.

Stelpurnar sem standa að hópnum þær Elísa, Sigga, Sigrún og Stella kynntumst allar í gegn um þetta frábæra sport og vilja hvetja sem flesta til þess að koma með sér í ævintýri.

Whatsup Iceland teymið verður í Fjallabyggð föstudaginn 29. maí með róðrarbrettin í för. Þær ætla að taka daginn í að róa um þessa fallegu byggð og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Vilja þær hvetja sem flesta til að koma og róa með hópnum.

Róðraráætlun:
Siglufjörður kl 13-15
Héðinsfjörður kl. 16-17
Kaffi Klara – gistihús og veitingar á Ólafsfirði tekur vel á móti okkur og sér til þess að enginn sé svangur né kaldur eftir daginn. Sérstakt tilboð á mat verður fyrir okkur á súpu og grillspjótum 2.500 kr.

– Kvöldróður á Ólafsfirði kl 21:30
VentureNorth.is verður þar með nokkur bretti til leigu fyrir þá sem ekki eiga en vilja prufa.

Hægt er að skrá sig með því að smella á mæti/going á viðburðinn hér eða bara mæta á svæðið. Þeir sem ætla að fá leigt bretti um kvöldið þurfa að hafa samband við Siggu hjá Venture North og bóka þar bretti, takmarkað magn í boði.

Þetta ein af fyrstu ferðunum af mörgum sem WhatSUP teymið mun leggja í um landið og eru allir velkomnir að koma og heilsa upp á hópinn, róa með og benda þeim á faldar náttúruperlur á Tröllaskaganum.