Hakk í pulsubrauði
- 500 g nautahakk
- 1 laukur, smátt saxaður
- 1/2 bolli chilisósa
- 1/2 bolli sweet relish
- 5 pulsubrauð
Nautahakkið og laukurinn er steikt saman og kryddað með pipar og salti. Chilisósu og sweet relish bætt út í og látið blandast saman við hakkið.
Smyrjið pulsubrauðin með smjöri að innan og hitið þau við 200° í ofni þar til heit og stökk að utan. Setjið kjötfyllinguna inn í og berið fram með þeim sósum sem lokka.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit
