Þátturinn Tónlistin verður á dagskrá í dag klukkan 13:00 til 14:00 og það er Palli sem stjórnar þættinum og sendir út úr studio III í Noregi.

Í dag verða spiluð tvö ný jólalög og eitt til viðbótar sem ekki er nýtt, en þó í nýrri útgáfu. Það er líklega réttast að ofgera ekki hlustendum með of mörgum jólalögum svona rétt í byrjun desembers. Því skal haldið rólega af stað í jólalagaspilun í þessum þætti.

Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla klukkan 13:00 til 14:00 á sunnudögum.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Einnig á spilarinn.is eða með því að sækja smáforritið Spilarinn sem fæst í alla snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og önnur snjall-sjónvarpsbox.

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is