Veður fer versnandi norðanlands upp úr miðjum degi og þar hríðarveður fram á nótt segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.    

Norðan og síðar norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða skafrenningur með lélegu skyggni. Líkur á að færð spillist, einkum á fjallvegum.

Veðurhorfur á landinu

Norðan 10-18 m/s, en 18-25 á Suðausturlandi og Austfjörðum. Snjókoma eða él, en lengst af úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 6 stig.

Norðvestan 13-20 á morgun, en mun hægari um landið vestanvert. Snjókoma á Norðurlandi, annars þurrt að mestu. Herðir á frosti. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Lítilsháttar snjókoma norðantil, en lengst af þurrt í öðrum landshlutum. Frost 1 til 10 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 og él, en þurrt um landið sunnanvert. Áfram svalt.

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og hlýnar sunnan- og vestanlands með slyddu eða rigningu um kvöldið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið fyrir norðan. Hægari suðlæg átt síðdegis og skúrir eða él. Kólnar heldur.