Þæfingur er á veginum um Almenninga. Hálka er á flestum vegum og snjóþekja á stöku stað fyrir norðan.

Enn er óvissustig í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu.

Minnkandi norðvestanátt, 8-15 m/s undir kvöld, en mun hægari um landið vestanvert. Dálítil snjókoma eða él fyrir norðan, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins.

Austan og norðaustan 5-13 á morgun, en hægviðri norðan- og austantil. Dálítil slydda eða snjókoma syðst og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt. Frost 2 til 10 stig, en hiti um frostmark við suðurströndina

Mynd: af vefsíðu Vegagerðarinnar