Snjóað hefur töluvert norðanlands og ófærð víða. Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að víða á Norðurlandi sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þæfingur er á Grenivíkurvegi en þungfært er niður á Hjalteyri, Árskógssand og Hauganes. 

Siglufjarðarvegur er ófær vegna snjóflóðahættu. Staðan verður endurmetin í birtingu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Staðan verður endurmetin kl. 12:00

Veðurspá Bliku.is næstu daga er eftirfarandi.

 

 

 

Skjáskot:Blika.is/ Vegagerðin.is