Uppskriftin miðast við fyrir einn og ber að margfalda eftir fjölda gesta. Hún er þó drjúg og fyrir fjóra dugar að gera þrefalda uppskrift.

Heitt súkkulaði (uppskrift fyrir 1)

  • 3 dl nýmjólk
  • 1 msk kakómalt (t.d. Nesquick)
  • 1 ½ msk flórsykur
  • smá salt
  • 4 bitar suðusúkkulaði (4 molar af suðusúkkulaðiplötu)

Setjið allt í pott og hitið að suðu. Hellið í bolla og setjið vel af þeyttum rjóma og súkkulaðispæni yfir.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit