Kaldhefaðir kanilsnúðar

  • 25 g ferskt ger
  • 2 dl köld mjólk
  • 1 egg
  • 0,5 dl sykur
  • smá salt
  • um 6 dl hveiti
  • 75 g smjör við stofuhita
  • egg (til að pensla snúðana með)

 

.

 

Leysið gerið upp í mjólkinni og látið blandast vel. Hrærið upp eggið og hrærið því út í gerblönduna. Hrærið sykri og salti saman við. Hrærið um 4 dl af hveiti saman við, bætið smjörinu út í og síðan restinni af hveitinu. Hnoðið deigið þar til það er jafnt og kekkjalaust. Fletjið deigið út og smyrjið fyllingunni (uppskrift hér fyrir neðan) yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í 15 sneiðar.

Klæðið skúffukökuform (um 22×32 cm) með bökunarpappír og raðið snúðunum í það. Leggið viskastykki yfir og látið standa í ísskáp yfir nóttu. Takið úr ísskápnum um morguninn, penslið snúðana með upphrærðu eggi (hér má líka strá perlusykri yfir) og bakið í 200° heitum ofni í 22-25 mínútur.

Fylling

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 3 msk kanil
  • 1,5 dl sykur

Hrærið öllu saman.

.

 

.

 

.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit