Á föstudaginn kom út platan The Mind is Like the Moon með tónlistarmanninum GREYSKIES.
Platan er fyrsta platan í fullri lengd frá GREYSKIES en áður hafa komið út lögin: 
On The Run, Numb, Hurts So Bad, Rhoads, Eyes og Evil.
Lagið Big Bird verður leikið á FM Trölla í dag í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá á sunnudögum kl. 13 – 15.
GREYSKIES er listamannsnafn Steinars Baldurssonar sem er 25 ára lagahöfundur. Platan er unnin í samstarfi við producerinn Pálma Ragnar Ásgeirsson.
Lagalisti
- The Mind is Like the Moon
 - Numb
 - Evil
 - Rhoads
 - On The Run
 - Eyes
 - Hurts So Bad
 - Obsessed
 - Big Bird
 - End Of The World
 
Platan The Mind is Like the Moon á Spotify
						
							

			
			
			
			

