Pestósnúðar

  • frosið smjördeig
  • pestó að eigin vali (mælt er með tómata og ricotta pestó frá Filippo Berio)
  • rifinn ostur, t.d. Ísbúi
  • gróft salt

Látið smjördeigið þiðna og fletjið það síðan út. Breiðið pestó yfir og stráið rifnum osti yfir. Rúllið upp, skerið í sneiðar og raðið á smjörpappír. Stráið grófu salti yfir og bakið í 225° heitum ofni þar til snúðarnir hafa fengið fallegan lit.

Berið strax fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit