Lagt er fram að nýju á 726. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er varðar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022.

Einnig voru lagðar fram umsagnir 5 aðila í Fjallabyggð sem bárust í framhaldi af afgreiðslu á 725. fundi ráðsins.

Umsagnir bárust frá Gunnlaugi Oddssyni, Ólafi H. Marteinssyni f.h. Rammans hf., Reyni Karlssyni, Ríkharði Lúðvíkssyni f.h. 10 útgerðar- og fiskvinnsluaðila í Ólafsfirði og Sigurlínu Káradóttur f.h. Sverris Björnssonar ehf.

Einnig fór bæjarstjóri yfir samtöl sem hann átti við fiskvinnsluaðila í sveitarfélaginu en hann hafði samband við alla þá vinnsluaðila sem skrifað hafa upp á vinnslusamninga á undanförnum árum.

Til úthlutunar munu koma 185 tonn, 45 til Ólafsfjarðar og 140 til Siglufjarðar ásamt óveiddum byggðakvóta sem færist milli fiskveiðiára.

Bæjarráð þakkar innsend erindi og samþykkti að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fylgiskjöl: