Mikil umræða hefur verið að undanförnu í þjóðfélaginu um kjör öryrkja og hinna fátæku á Íslandi.
Trölli.is birti nokkra launaseðla öryrkja sem sýna svart á hvítu hvaða laun öryrkjum ber að lifa af.
Á ég að éta horinn úr sjálfum mér – Launaseðill öryrkja
Ekki hefur hagur þeirra vænkast og er þessi árstími afar þungur mörgum sem þurfa að lifa á þessum launum, eins og færsla Kristins Magnússonar á facebook síðu sinni ber með sér.
“VARÚĐ!!! Gríđarlega niđurdrepandi status…
Margir vina minna hafa haft samband viđ mig þar sem þau hafa tekiđ eftir undirliggjandi þunga og myrkri í færslum mínum og lagavali undanfariđ.Ég er mjög þakklátur ykkur öllum sem hafiđ sýnt mér umhyggju.
Máliđ er ađ ég hef lengi glímt viđ bæđi þunglyndi og kvíđa en náđ ađ halda mér fljótandi á jákvæđni og hjálpsemi viđ ađra (asnalegt ađ tala um eigin hjálpsemi).
Þennan mánuđinn hefur álagiđ einfaldlega veriđ of mikiđ og ég hef þurft ađ berjast af hörku viđ eigin niđurdrepandi hugsanir. Sem betur fer hef ég Heiđdísi mína, sem reynir eftir megni ađ benda mér á ljósu hliđarnar. En hún hefur sjálf ekki getađ hreyft sig nema staulast á hækjum milli herbergja, eftir ađ hùn slasađist á hné. (U.þ.b. mánuđur síðan og loks tími í segulómun á morgun).
Eftir síđustu mánađamót var ekkert eftir á reikningunum okkar, og enn ógreiddir reikningar. Viđ höfum fengiđ smá ađstođ frá vinum og ættingjum til ađ kaupa mat og litla pakka fyrir yngstu börnin hennar. Fyrir þađ erum viđ mjög þakklát.
Þannig er stađan og kannski skiljanlegt ađ kallinn sé ekkert dansandi af gleđi ađ fara inn í hátíđarnar.En kæru vinir sem nenntuđ ađ lesa til enda, viđ ykkur vil ég segja aď ég er ekki ađ biđja um vorkunn eđa peninga, heldur einfaldlega ađ útskýra mína stöđu, þar sem ég vil helst ekki valda mínum nánustu áhyggjum Ég vil líka segja ađ ég hef gengiđ í gegnum verra og þađ birtir alltaf til.
Læt fylgja mynd af “sparnađinum” þennan mánuđinn. Svona er lífiđ fyrir öryrkja í “Landi tækifæranna” hans Bjarna Ben.”If you’re going through hell, keep going.)
(Winston Churchill).”