Umfangsmiklar framkvæmdir hafa nú staðið yfir við sundlaugina á Hvammstanga síðan í mars og stefnt var að því að framkvæmdum myndi ljúka í lok júní.

Því miður hefur ekki tekist að ljúka framkvæmdum á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með og verður því lokað áfram á sundlaugarsvæði.

Vegna framkvæmda við sundlaug er nauðsynlegt að loka fyrir sturtur og gufu frá og með, 27. júní. Tilkynning verður send þegar sturtur og gufa opna aftur.

Þrektækjasalur er opin.

Áætluð opnun sundlaugarinnar er nú 21. júlí nk.

Árskort í sund verða framlengd um þann tíma sem lokunin stendur yfir.