Í dag laugardaginn 20. apríl opnar Ingvar Erlingsson sína fyrstu einkasýningu á Torginu restaurant, Siglufirði. Sýningin opnar kl. 14:00 og verða léttar veitingar á boðstólnum til kl. 16:00.
Ljósmyndasýningin er með frekar óhefðbundnu sniði, sýnir Ingvar myndirnar á borðum og salernishurðum Torgsins. Myndirnar veru allflestar teknar með dróna og sýna annað sjónarhorn en almennt gerist.
Jón Steinar Ragnarsson sá um myndvinnslu og listræna útfærslu á verkum Ingvars og þeir feðgar Daníel Pétur Baldursson og Baldur Jörgen aðstoðuðu Ingvar við uppsetningu.

Ingvar Erlingsson og Baldur Jörgen sitja við Múlabergið

Sauðfé frá Molastöðum í Fljótum prýða salernishurðirnar á Torginu

Óvenjuleg ljósmyndasýning

Suðurbærinn séður að ofan

Torgið á Torginu

Hér ættu allir að rata á sinn bás

Verið að dorga