Í miðjum heimsfaraldri er eðlilegt að margir finni fyrir áhyggjum og kvíða.
Erfiðar hugsanir skjóta upp kollinum, og áður óþekktar aðstæður geta valdið kvíða, áhyggjum og jafnvel þunglyndi. Hjá mörgum getur ástandið orðið mjög erfitt.
Út er kominn bæklingur sem vert er að skoða og kynna sér vel í slíkum aðstæðum. Þar er á faglegan hátt farið yfir ýmis atriði sem geta nýst fólki, bæði til að greina og takast á við eigin vanda en einnig getur það hjálpað öðrum að kynna sér málið vel og ræða málin.
Bæklinginn, sem er 14 blaðsíður, má sækja hér.