Fasteignamiðlun kynnir eignina Aðalgata 2, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0044 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Aðalgata 2 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0044, birt stærð 294.1 fm.

Sjá myndir: HÉR

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nánari lýsing: 

Um er að ræða eitt glæsilegasta hús Siglufjarðar staðsett í hjarta bæjarins með frábæru útsýni. Eignin er norskt katalog hús sem kom hingað til lands árið 1928. Það var þó endurgert að miklu leyti árin 2012-2013.  Eignin er á þremur hæðum með möguleika á auka íbúð á neðstu hæð. Botnplata er steypt og hækkuð. Við endurbætur var skipt um þak, þakkanta og rennur sem og húsið klætt að utan, einangrað og skipt um alla glugga og hurðar. Skipt var um vatnslagnir, ofnalagnir og frárensli. Drenað var í kringum húsið og skipt um skólplagnir. Innan eignar voru settar nýjar gipsplötur á veggi, skipt um miðstöðvarofna að hluta, plast paket sett á gólf miðhæðar, skápar og hurðar málaðar. Baðherbergi á miðhæð var flísalagt með bláum mósaíkflísum á vegg og hvítum fllísum á gólfi. Sturtuklefi er flísalagður, upphengt klósett, handlaug og handklæðaofn.

Miðhæð samanstendur af eldhúsi, stofu, borðstofu, svefnherbergi og baðherbergi. Eldhús er gamalt frá 1960 með sérsmíðuðum innréttingum og dúk á gólfi. Stofa og borðstofa liggja saman með miklu gluggarými því bjart og rúmgott rými með frábæru útsýni inn fjörðinn. Stofa og borðastofa er parketlagt með dökku plastparketi. Svefnherbergi liggur inn af borðstofu með góðu skápum sem eru upprunalegir en hafa verið pússaðir og málaðir. Panell er í lofti sem hefur verið málaður hvítur. Plastparket er á gólfi. Inngangur með hurð er inn í eldhús úr borðstofu. 

Efsta hæð samanstendur af fjórum svefnherbergjum og stórri geymslu sem möguleiki er á að breyta í herbergi. Hluti efstu hæðar er undir súð en haldið hefur verið í gömlu gólffjalirnar og þær pússaðar og lakkaðar. Herbergin eru misstór með panel á veggjum. Geymslupláss er í skáp undir súð. 

Neðsta hæðin samanstendur af þremur herbergjum, stóru þvottahúsi, eldhúsi, baðherbergi, sturtuaðstöðu, saunu, tveimur geymslum og andyri á þremur stöðum. Herbergin eru rúmgóð með góðu gluggarými með plast parket á gólfi. Eldhús er fullbúið með hvítum skápum og plast parketi á gólfi. Flísalagt er á milli skápa með bláum mósaíkflísum. Baðherbergi er með flísalagðri sturtu með hvítum flísum, klósetti, vaski og bláum mósaík flísum á gólfi. Þvottahús er að hluta til undir stiga en er mjög rúmgott með plast parketi á gólfi. Sauna klefinn er influttur með steinahitun en í því rými eru einnig tveir afmarkaðir sturtuklefar. 

Eignin býður upp á marga möguleika þar sem gistirými er mikið og tvö fullbúin eldhús eru til staðar. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali