Á 323. fundi sínum þann 31. mars 2020 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að fyrirtæki í skilum, sem hafa orðið/verða fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjaldfrest fasteignagjalda og hitaveitugjalda út júní 2020.
Fyrirkomulag greiðslu frestaðra gjalda sé unnið í samvinnu sviðsstjóra og innheimtufulltrúa við hvert og eitt fyrirtæki. Yfirlit um allar aðgerðir verði til kynningar og umsagnar í byggðaráði.
Fyrirtæki í skilum, sem hyggjast nýta sér þetta úrræði, geta sótt um frestun þriggja eindaga (apríl, maí og júní). Umsókn með rökstuðningi skal send með tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
Unnið er úr umsókninni af innheimtufulltrúa og viðkomandi sviðsstjóra á grundvelli meðfylgjandi rökstuðnings.