Útsýnið séð frá Síldarminjasafninu

Það er athyglisverð umsókn sem tekin var fyrir í Skipulags og Umhverfisnefnd Fjallabyggðar þann 14.maí sl.

Þar sækir Bás ehf. aftur um stækkun á athafnasvæði sínu á Egilstanga. Mál þetta hafði verið áður afgreitt með höfnun á bæjarráðsfundi árið 2016 og Bás ehf. gefinn frestur til 1. júní 2017 til að færa starfsemi sína inn á athafnasvæði það sem þeir hafa til umráða.

Stjórnendur Bás ehf. hundsuðu þessi tilmæli og gáfu sveitastjórninni langt nef. Nú tæpu ári seinna, rétt fyrir sveitastjórnarkosningar sækja þeir aftur um sama mál og því aftur vísað til bæjarráðs.

Bæjarásýndin þegar komið er til Siglufjarðar úr Héðinsfjarðargöngunum

Það skildi ekki vera að XD hafi lofað þeim jákvæðri afgreiðslu eftir kosningar gegn atkvæðum þeirra.
Innan XD er jú sú hugmynd í gangi að byggja megi vegg að hætti Donald Trump í kringum steypustöðina. Þannig megi fela óþrifnaðinn. Sveitafélagið framkvæmdi fyrir 17 milljónir á sl. ári við væntanlegt útivistasvæði á Egilstanga.

Í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir að á þessu ári verði settar 15 milljónir í útivistasvæðið. Ætli sú upphæð verði ekki notuð til að byggja vegginn í kringum Bás ruslið.

Athafnasvæði Báss

 

Bás hefur staðið fyrir landfyllingu sem enginn getur gefið skýringu á eða hver á það aukna landsvæði

 

 

Aðsend grein: Róbert Guðfinnsson
Forsíðumynd: aðsend
Myndir: Gunnar Smári Helgason