Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Veislusalati með uppruna frá Ítalíu sem Hollt og gott flytur inn vegna aðskotahlutar (hluti af fuglsvæng). Fyrirtækið hefur hafið innköllun á salatinu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar frá neytanda um málið og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Hollt og gott
- Vöruheiti: Veislusalat
- Strikamerki: 5690350037822
- Nettómagn: 100g
- Best fyrir dagsetning: 21.11.2020
- Innflytjandi: Hollt og gott, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Dreifing: Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Fjarðarkaup, Rangá, Seljakjör og Kaupfélag Skagfirðinga
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og skila henni í verslunina þar sem hún var keypt eða til Hollt og gott gegn fullri endurgreiðslu.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Hollt og gott
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á – upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook