Matvælastofnun varar við neyslu á  einni lotu af Coconut & cashew soft  keto köku frá Frank & Oli sem fyrirtækið Multi-Made ehf flytur inn. Kökurnar hafa verið innkallaðar vegna aðskotahlutar (plast/gler) sem fannst í einni kökunni.

Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna í varúðarskyni og sent út fréttatilkynningu.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Frank&Oli.
  • Vöruheiti: Keto Coconut & Cashew Soft Cookie.
  • Strikamerki: 5900316552239.
  • Best fyrir: 27-4-2023.
  • Nettómagn: 50g
  • Dreifing: Hagkaups og Bónusverslanir.