Vegna enn frekari tafa við afhendingu efnis við endurnýjun búningsklefa í sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði verður sundlaugin ekki opnuð 20. júní eins og ráðgert hafði verið.

Stefnt er að opnun laugarinnar eins fljótt og auðið er eftir að efni berst verktökum.

Beðist er velvirðingar á þessum töfum.