Sunnudaginn 1. desember verða haldnar aðventusamkomur í setustofu sjúkrahússins og Hvammstangakirkju.
Aðventustund verður haldin í setustofu sjúkrahússins sunnudaginn 1.des. nk. kl. 16.00.
Kirkjukór Hvammstanga flytur jóla- og aðventusöngva undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.
Börn úr TTT-starfinu og fermingarstarfinu taka lagið með leiðtogum í kirkjustarfi.
Fermingarbörnin flytja ritningarlestur og bæn.
Hugleiðing í höndum sóknarprests.
Aðventuhátíð verður haldin í Hvammstangakirkju sunnudaginn 1.des. nk. kl. 18.00.
Kirkjukór Hvammstanga flytur jóla- og aðventusöngva undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.
Aldís Olga Jóhannesdóttir og Rannveig Erla Magnúsdóttir syngja dúett.
Börn úr kirkjuskólanum, TTT-starfinu og fermingarstarfinu taka lagið með leiðtogum í kirkjustarfi.
Fermingarbörnin flytja ritningarlestur og bæn.
Ræðumaður kvöldsins: Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður.
Kynnir kvöldsins: Ingveldur Ása Konráðsdóttir bóndi og sveitastjórnarfulltrúi.
Hvammstangakirkja býður öllum viðstöddum upp á kakó og smákökur í safnaðarheimili að stundinni lokinni.
Allir velkomnir