Slökkviliðsmenn í Fjallabyggð æfðu í gærkvöldi reykköfun í frekar flóknu iðnaðarhúsnæði. Aðstæður voru settar upp á þriðju hæð hússins og þurftu reykkafarar að sækja “einstakling” þar inni sem var í reykfylltu rými.

Samhliða þeirri æfingu var körfubíll slökkviliðsins reistur upp við húsið þar sem slökkviliðsmenn fóru í gegnum umgengni og virki björgunarbúnaðarins.

Líkt og með aðrar æfingar þar sem gervireykur er notaður var æfingin einnig til þess að vinna að reykræstingu í húsnæði sem getur verið flókin þegar húsnæðið er stórt.

Myndir og heimild/Slökkvilið Fjallabyggðar