Á 8. fundi öldungaráðs Fjallabyggðar mættu þau S.Guðrún Hauksdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar auk bæjarstjóra til að ræða starfsemi öldungaráðs.

Öldungaráðið starfar í samræmi við 38.gr. laga 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og er skipað í ráðið í samræmi við samþykkt um stjórn Fjallabyggðar en ráðið er ráðgefandi varðandi ýmis öldrunarmál og þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.

Fram kom að félög eldri borgara á Siglufirði og í Ólafsfirði tilnefna fulltrúa í öldungaráð sem og heilbrigðisstofnunin og verði breytingar á þeim tilnefningum þarf að tilkynna þær til bæjarskrifstofu og kynna í ráðinu á næsta fundi á eftir.

Rætt var um að koma fundahöldum ráðsins í betra horf og boða til funda í samræmi við fundadagatal sem gerir ráð fyrir 3-4 fundum á ári og skapa þar með virkari grundvöll fyrir starfsemi öldungaráðs sem ráðgefandi aðila.

Ráðgert er að funda að nýju í öldungaráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.

Haldnir hafa verið fimm fundir öldungaráðs Fjallabyggðar frá 1. jaúar 2020. Sjá fundargerður: HÉR

Nefndarmenn í öldungaráði Fjallabyggðar eru þau:
Tómas Atli Einarsson aðalfulltrúi
Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður
Rósa Jónsdóttir aðalm.
Konráð Karl Baldvinsson fulltrúi eldri borgara
Ólafur Baldursson fulltrúi eldri borgara
Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
Elín Arnardóttir fulltrúi heilsugæslu