Undanfarnar vikur hafa staðið yfir upptökur á lagi sem tileinkað er Síldarævintýrinu á Siglufirði.

Lagið heitir “Alla nóttina” og er eftir þau Andra Hrannar og Bryndísi Sunnu.

Lagið var tekið upp í húsnæði þeirra í Ástarpungunum og sáu þeir um undirleik í laginu en það eru fjöldamargir sem komu að þegar kom að söng, síðan var lagið sent suður á bóginn til Gran Canaria þar sem Gunnar Smári Helgason tók það í sínar hendur og sá um eftirvinnslu. 

Lagið er grípandi og ekta útihátíðarlag þar sem fólk getur sungið og trallað með.

Í kvöld, sunnudagskvöldið 3. Júlí verður forhlustunarpartý haldið á barnum Kveldúlfi á Siglufirði.

Listafólkið sem stóð að laginu mun hittast þar kl 20:00, eiga góða stund saman og hlusta á afraksturinn. Síðan verður ykkur boðið að koma á Kveldúlf kl 21:00 og skömmu síðar mun lagið verða flutt fyrir ykkur sem mætið. 

Lagið verður síðan frumflutt í þættinum Gestaherbergið á FM Trölla þriðjudaginn 5. Júlí.

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum sem þátt tóku í gerð lagsins, en allir sem að því komu gáfu vinnu sína.

Myndir/aðsendar