Fengum fyrirspurn frá lesanda með spurningu til Fjallabyggðar um hvers vegna er ekki var flaggað á nýársdag við Ráðhúsið. Höfum sent spurninguna á Fjallabyggð og birtum svarið um leið og það berst.
Spurningin er eftirfarandi.
Hvernig ætli standi á því að ekki hafi verið flaggað við Ráðhús Fjallabyggðar á nýársdag? Það er opinber fánadagur, sbr. það sem hér er fyrir neðan, úr Almanaki Háskóla Íslands.
Fánadagar
Um fánadaga gildir eftirfarandi forsetaúrskurður frá 23. janúar 1991 með breytingu sem auglýst var 17. desember 2008 þegar fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var gerður að fánadegi.
Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga: 1. Fæðingardag forseta Íslands. |
FARIÐ INN Á: AÐ HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.
Mynd: úr einkasafni