Una Torfa gefur út lagið Þú ert stormur. 

Lagið er lag Hinsegin daga 2023. Lagið sömu þau Una og Hafsteinn Þráinsson saman en Una semur textann.

Una um lagið:

„Þetta lag er fyrir okkur öll, það er áminning um hvað það ætti að vera einfalt að standa með þeim sem krefjast einskis annars en að fá að vera til og leita að hamingjunni. Þetta er lag um vináttu, samstöðu, stolt og hreina, tæra gleði. Ég vona svo innilega að fólk hafi gaman af og að lagið hreyfi við þeim sem hlusta.“

Lagið er komið í spilun á FM Trölla.