Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er fyrst of fremst að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði.
Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hver er tíðni áfalla og þungbærrar lífsreynslu meðal kvenna á Íslandi?
- Hvaða áhrif hafa áföll á sálræna og líkamlega heilsu kvenna?
- Hvaða erfða- og umhverfisþættir tengjast mismunandi heilsufari í kjölfar áfalla?
Væntingar standa til þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði síðar hægt að nota til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla.
Í febrúar 2019 var ár liðið frá því að rannsóknin hófst og hafa nú 30.000 konur tekið þátt með því að svara rafrænum spurningalista. Við viljum þakka öllum þessum konum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag. Við viljum líka hvetja þær konur sem enn hafa ekki tekið þátt til að gera það hið fyrsta.
Vertu með í að skapa mikilvæga þekkingu í þágu kvenna.
Sjá: afallasaga.is