Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar afhenti í vikunni Fjallabyggð skjöld prýddan merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2024 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina.
Það var Ægir Ólafsson sem afhenti skjöldinn og tók Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, við honum fyrir hönd Fjallabyggðar.
Fjallabyggð þakkar Sjómannadagsráði farsælt og gott samstarf. Sjómannadagshátíðin er stórglæsileg í alla staði og það starf sem unnið er bæði í aðdraganda hátíðar og á henni sjálfri er til mikils sóma fyrir félagið og samfélagið allt segir á vefsíðu Fjallabyggðar.
Mynd/Fjallabyggð